Fimm hæða fjölbýlishús
Njálsgata 60
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 706
23. nóvember, 2018
Annað
457593
457602 ›
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að skilmálatafla er uppfærð, húsheiti Njálsgata 60 og Njálsgata 60A eru sameinuð undir heitinu Njálsgata 60 og byggingareit breytt þannig að hann bjóði upp á betri nýtingu byggingar og garðrýmis, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags 30. október 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. dags. 16. október 2018.
Svar

Breytt bókun frá embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 9. nóvember 2018.
Rétt bókun er:
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 53- 57, 58, 58B, 59, 62 og 64 Bergþórugötu 37, 41, 43-45 og Barónsstíg 24, 28 og 30, þegar leiðréttir uppdrættir berast embættinu.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102444 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023429