Fimm hæða fjölbýlishús
Njálsgata 60
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 796
6. nóvember, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 30. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að ekki verður kjallari undir húsinu, hámarksfjöldi íbúða verður 8, bygging á eystri hluta reits verður 4 hæðir og ris, bygging á vestari hluta reits verður 3 hæðir og ris, inngangur verður frá sundi milli Njálsgötu 60 og 58, svalir mega ná 1,6 m út fyrir byggingarreit til suðurs og lyftuhús má ganga upp úr þaki, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 30. október 2020.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 53-57, 58, 58B, 59, 62 og 64 Bergþórugötu 37, 41, 43-45 og Barónsstíg 24, 28 og 30.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102444 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023429