Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. janúar 2015 þar sem óskað er eftir nýrri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um rekstrarleyfi fyrir Gullöldina í ljósi nýlegrar breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi túlkun ákvæða um veitingastaði. Einnig lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. febrúar 2015 vegna nýrrar umsóknar Gullaldarinnar ehf um endurnýjun leyfis í flokki III með veitingatíma áfengis til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 um helgar. Einnig er óskað leyfis til útiveitinga til kl. 22:00 alla daga. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlitsins dags. 19. febrúar 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.