Breytt skráning - efri hæð
Skipholt 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 838
22. september, 2021
Annað
‹ 480540
480554
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. september 2021 var lögð fram fyrirspurn Helga Más Hallgrímssonar dags. 7. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja 4-5 hæðir og 6 hæðir á horni byggingar, gert verði ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæðum, heimilt verði að hafa íbúðir á efri hæðum, byggingarreitur jarðhæðar stækkar, heimilt verður að vera með sameiginlega þakgarða fyrir íbúa ofan á fjórðu og fimmtu hæð, bílastæðum á lóð fækkar og fjöldi hjólastæða verður í samræmi við reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 9. september 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2021 samþykkt.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103426 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016938