Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2019 var lögð fram fyrirspurn
Noland Arkitekta ehf.
dags. 29. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt sem felst í breytingu á notkun hússins úr atvinnuhúsnæði í hótel/hostel ásamt aukningu á byggingarmagni í formi auka hæða og viðbyggingar í porti og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 1,5 í 2,7, samkvæmt tillögu
Noland Arkitekta ehf.
ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2019.