Á fundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2014 var lögð fram umsókn Rafiðnaðarsambands Íslands dags. 8. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðanna nr. 25-27 og 29-31 við Stórhöfða. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tengibyggingu á 2. hæð ofan á núverandi millibyggingar ásamt byggingarreit fyrir flóttastiga norðan við núverandi byggingar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 7. apríl 2014.
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stórhöfða 22-30, 21-23 og 34-40.