Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. október 2020 var lögð fram umsókn
Arkís Arkitekta ehf.
dags. 8. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að leiðrétta lóðastærð, bæta við tveimur byggingarreitum og auka byggingarmagn um 12.500 m2. Þá eru bílastæðakröfur uppfærðar. Við útfærslu bygginga skal gæta að heildar samræmi á lóðinni og ásýndum bygginga og brjóta upp lengd húshliðar sem vísa að Vesturlandsvegi. samkvæmt uppdr.
Arkís Arkitekta ehf.
dags. 5. október 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.