Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthúsabyggð á Hólmsheiði vegna tilfærslu á Rauðavatnslínu 1 sem liggur innan skipulagsmarka hesthúsabyggðarinnar vegna 1. áfanga Korpulínu jarðstreng. Breytingin er tilkomin vegna breytinga á núverandi Rauðavatnslínu milli tengivirkjanna á Geithálsi og tengivirkis A12 sem liggur nú í loftlínu milli reiðstígs og vatnslögn vestast á skipulagssvæðinu. Lagður verður nýr 132 kv jarðstrengur í stað núverandi loftlínu sem verður fjarlægð eftir spennusetningu strengsins, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 16. desember 2019 br. 25. mars 2020. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 12. mars 2020. Einnig er lögð fram skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur um fornleifaskráningu fyrir lagnaleið dags. 20. febrúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2020.