Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram umsókn
Landslags ehf.
dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal. Í breytingunni felst að skipta núverandi lóðum við Fjárgötu og Vegbrekku í minni einingar þannig að eitt hús er á hverri lóð, kvöð er um lagnaleið að nýjum lóðarmörkum. Einnig er gert ráð fyrir lítilli reiðskemmu við enda Almannadalsgötu og því bætt við lóð þar og hringgerði fært vestar. Bílastæði við enda Almannadalsgötu er hliðrað til vestur og hringgerði vestan við Vegbrekku 7 er fært til samræmis við staðsetningu í raun. Vatnslagnir sem ekki voru á uppdrætti færðar inn, samkvæmt uppdr.
Landslags ehf.
dags. 19. júní 2018. Einnig eru lagðar fram fundargerðir Stjórnarfundar Fáks frá 8. og 29. janúar 2018 og 12. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs. Erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.