(fsp) losun jarðvegsefnis úr lóðum nýbygginga
Hólmsheiði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 768
3. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf. dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal. Í breytingunni felst að skipta hverri lóð við Fjárgötu og Vegbrekku í fjórar lóðir þannig að eitt hús er á hverri lóð, kvöð er um lagnaleið að nýjum lóðarmörkum. Hringgerði vestan við Vegbrekku 7 er fært til samræmis við staðsetningu í raun. Bætt er við beitarhólfi vestan við hesthúsasvæðið, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 7. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson formaður almannadalsfélagsins f.h. Félag húseigenda í Almannadal dags. 28. janúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2019.
Svar

Þar sem deiliskipulag hefur ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti tillögu til deiliskipulagsins lauk, er tillagan ógild.
Fallið er frá tillögunni að svo stöddu.