Pallur, útitröppur og útihurðir
Þingholtsstræti 21
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 438
12. apríl, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja pall við norðausturhlið, gera nýjar dyr úr hjólageymslu á götuhæð, skipta í tvær íbúðir og færa til upprunalegs horfs útlit einbýlishúss á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2013. Erindi var grenndarkynnt frá 7. mars til og með 8. apríl 2013. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur og Minjastofnunar Íslands dags. 15. febrúar 2013. Gjald kr. 9.000
Svar

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101678 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016134