Pallur, útitröppur og útihurðir
Þingholtsstræti 21
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 366
30. september, 2011
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á einni hæð til norðurs með svölum á þaki, innrétta íbúð á jarðhæð og byggja svalir á 3. hæð götuhliðar íbúðarhúss á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 31. ágúst til og með 28. september 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Gyða Haraldsdóttir, Steingrímur Steinþórsson og Lucy Winston Jóhannsdóttir dags. 28. september 2011.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 17. ágúst 2011 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 22. ágúst 2011.
Stækkun: 32,2 ferm., 81,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.520
Svar

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101678 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016134