starfsleyfi fyrir Kínasafn Unnar
Njálsgata 33 og 33A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 473
3. janúar, 2014
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn PK-Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 1, 1.190.0, vegna lóðarinnar nr. 33B við Njálsgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit samkvæmt uppdr. PK-Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2013, breyttur 24. júní 2013. Tillagan var grenndarkynnt að 29. apríl til og með 29. maí 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Guðný Sveinbjörnsdóttir dags. 6. maí 2013, Hörður Torfasonar f.h. húsfélagsins Njálsgötu 35 dags. 7. maí 213, Ásta Stefánsdóttir dags. 17. maí 2013 og íbúar Grettisgötu 34 dags. 25. maí 2013. Tillagan var grenndarkynnt að nýju frá 22. október til og með 19. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hörður Torfason f.h. íbúa að Njálsgötu 35 dags. 11. nóvember 2013, íbúar að Grettisgötu 34 dags. 19. nóvember 2013 og Rebekka Sigurðardóttir dags. 20. nóvember 2013.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.