breyting á deiliskipulagi
Rauðarárholt v/ Brautarholt 7
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 428
25. janúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Kynningin stóð til 23. febrúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 12. janúar og Sólrún Björg Kristinsdóttir dags. 13. janúar 2012, Ása Steinunn Atladóttir dags. 14. janúar 2013, Heiðar Ingi Svansson, dags. 21. janúar 2013, Snorri Waage dags. 22. janúar 2013, Hvíta Húsið dags. 22. janúar 2013, Ingibjörg Jónsdóttir og Garðar Arason dags. 22. janúar 2013, Ragnar Daði Sigurðsson f.h. Íbúa Ásholts 20 dags. 23. janúar 2013, T.ark og XO eignarhaldsfélag dags. 23. janúar 2013, Halldór Kolbeinsson, dags. 23. janúar 2013, Jón Ág. Ragnarsson dags. 24. janúar 2013 og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Friðjón Bjarnason dags. 24. janúar 2013,
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.