Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma.. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ágúst Ragnarsson dags. 29. apríl 2013, Snorri Waage dags. 1. maí 0213, Símon S. Wiium dags. 8. maí 2013, Friðjón Bjarnason og Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 9. maí 2013, Húsfélag Ásholti 2 - 42 dags. 9. maí 2013, Anna E. Ásgeirsdóttir dags. 10. maí 2013, Ingibjörg Pétursdóttir dags. 12. maí 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 12. maí 2013, Iðnmennt, Heiðar Ingi Svansson dags. 12. maí 2013, Bjarni M. Jónsson og Þóra dags. 12. maí 2013, T.ark f.h. eigenda að Brautarholti 6, 3 hæð ásamt rekstraraðilum á sömu hæð dags. 13. maí 2013, íbúar að Ásholti 20 dags. 13. maí 2013, Hvíta húsið dags. 13. maí 2013, 44 íbúar og aðstandendur húsfélagsins Ásholti 2-42 mótt. 13. maí 2013, Ása S. Atladóttir dags. 14. maí 2013, Finnbogi Sveinbjörnsson dags. 16. maí 2013 og Fríða Björg Þórarinsdóttir dags. 20. maí 2103.
Svar
Athugasemdir kynntar. Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.