breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 547
17. júlí, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs. Í breytingunni felst heildarendurskoðun á eldra deiliskipulagi frá 2008 samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. mars 2015. Einnig er lögð fram greinargerð ásamt skýringaruppdrætti, dags. 12. mars 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Íþrótta og tómstundaráðs dags. 19. desember 2014 og umsögn Velferðarsviðs dags. 3. febrúar 2015. Erindi var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Gylfason f.h. rúmlega 300 aðila á undirskriftalista dags. 7. júní 2015, Erlendur Ísfeld, dags. 10. júní 2015, Matthías Matthíasson, dags. 11. júní 2015, Húsfélagið Árskógum 6 og 8, 98 undirskriftir dags. 8. júlí 2015, Pétur Valdimarsson, dags. 9. júlí 2015, íþróttafélagið Askur, dags. 7. júlí 2015
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.