breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 646
25. ágúst, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í breytingunni felst breytingar á íþróttasvæði ÍR, breytingar á lóðum við Árskóga 1-7, breytingar á lóð Álfabakka 2, lagnakvöðum á öllu svæðinu o.fl. Einnig er gert ráð fyrir nýrri verslunar- og þjónustulóð á norðvestur hluta svæðisins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 27. apríl 2017. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2017 til og með 17. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steindór Einarsson f.h. Húsanna í bænum ehf. dags. 31. júlí 2017, Þórey S. Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson og Eiríkur Sævaldsson f.h. stjórnar húsfélagið Árskógum 6 og 8, dags. 11. ágúst 2017, ásamt undirskriftarlista, Ólafur Gylfason, dags. 14. ágúst 2017, Hróbjartur Jónatansson , dags. 15. ágúst 2017, Pétur Valdimarsson, dags. 17, ágúst 2017 og Félag eldri borgara og Gísli Jafetsson, dags. 17. ágúst 2017.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.