Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 12 við Skógarsel, íþróttasvæði ÍR. Í breytingunni felst að byggingarreitur íþróttahúss stækkar til suðvesturs um 16 metra, byggingareitur norðaustan minnkar um 18 metra auk þess stækkar byggingarreitur til suðausturs að bílastæðum um 7. metra, aðkoma frá Skógarseli norðaustan byggingarreits innan lóðar tengist bæði íþróttahúsi og knatthúsi með þjónustuaðkomu og afmörkun bílastæða til suðvesturs minnkar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 1. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.