breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 780
3. júlí, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 12 við Skógarsel, íþróttasvæði ÍR. Í breytingunni felst að byggingarreitur íþróttahúss stækkar til suðvesturs um 16 metra, byggingareitur norðaustan minnkar um 18 metra auk þess stækkar byggingarreitur til suðausturs að bílastæðum um 7. metra, aðkoma frá Skógarseli norðaustan byggingarreits innan lóðar tengist bæði íþróttahúsi og knatthúsi með þjónustuaðkomu og afmörkun bílastæða til suðvesturs minnkar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 1. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til og með 1. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gísli Jafetsson dags. 25. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 1. júlí 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.