nýtt deiliskipulag
Hádegismóar
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn f.h. Bandalags íslenskra skáta dags. 22. janúar 2020 um nýtt deiliskipulag fyrir Hádegismóa. Í deiliskipulagstillögunni felst að skilgreind er lóð fyrir höfuðstöðvar Bandalags íslenskra skáta (BÍS), þar sem verður m.a. skrifstofa félagsins, fræðslumiðstöð, kennslu-, fundar- og gistaaðstaða og mögulega rekstur á kaffihúsi. Svæðið er staðsett norðan við Rauðavatn og hallar að vatninu með halla mót suðri, að mestu leyti raskað svæði en hefur gróið upp á síðustu áratugum. Skipulagssvæðið er um 2,2 ha og er gert ráð fyrir nokkrum 1-2 hæða byggingum innan lóðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti Urban Beat ehf. dags. 22. september 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Veitna ohf. dags. 30. september 2021 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1472/2020.