breyting á deiliskipulagi
Lyngháls 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 730
31. maí, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Lyngháls. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur ofan á núverandi byggingu og hann verði hluti af heildarbyggingarmagni sem leyfilegt er að byggja á lóðinni og hámarksbyggingarmagn lóðar fari úr 1,0 í 1,1, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Lynghálsi 2, 3 og 4, Krókhálsi 1, 3 og 4, Fosshálsi 1 og Réttarhálsi 2.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu skv. gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018. Grenndarkynning hefst þegar greitt hefur verið fyrir kynningu.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111046 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020078