Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn
Arkís arkitekta ehf.
dags. 27. mars 2019 ásamt bréfi dags. 25. mars 2019 um hvort hámarksheimildir gildi einnig fyrir þegar byggðar byggingar og að samkvæmt skilmálum megi hækka núverandi byggingu um tvær hæðir, þannig að byggingin verði 17 metra há frá Lynghálsi, að því gefnu að heildarstærð byggingar haldist innan heimilaðs nýtingarhlutfalls. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.apríl 2019.