breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 46
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 856
11. febrúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þingvangs ehf. dags. 30. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðarinnar nr. 46 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að breytt er texta í 14. málsgrein í kaflanum "Sér ákvæði fyrir einstök hús" þannig að bætt er í textann að heimilt verður að vera með gistiaðstöðu á fyrstu hæð hússins við Hverfisgötu og atvinnustarfsemi og gistiaðstöðu á efri hæðum, samkvæmt tillögu Urban arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. janúar 2022 til og með 9. febrúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fernando Bazan dags. 19. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2022.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2022 sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1551/2021.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101430 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001197