Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. júlí 2016, þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem hún er í ósamræmi við aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða. Einnig er lögð fram tillaga A2f arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 31. janúar 2017. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016.