breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 633
26. maí, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. júlí 2016, þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem hún er í ósamræmi við aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða. Einnig er lögð fram tillaga A2f arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 31. janúar 2017. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, Bólstaðarhlíð ¿ Stakkahlíð ¿ Háteigsvegur, dags. 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 22. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Daníel Jakobsson, dags. 30. mars 2017, Valgerður Katrín Jónsdóttir f.h. eigenda 1. hæðar að Bólstaðarhlíð 31, dags. 3. apríl 2017, ásamt tölvupósti, dags. 7. maí 2017, Björk Einarsdóttir, dags. 16. maí 2017 og Valdís Ólafsdóttir, dags. 18. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 5. maí 2017.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.