breyting á deiliskipulagi
Vatnagarðar, lóðir Eimskips
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 404
20. júlí, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi faxaflóahafna sf. dags. 12. apríl 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða, Sundabakka vegna lóða Eimskips, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 8. mars 2012. Í breytingunni felst m.a. stækkun á skipulagssvæði til norðurs og austurs. Byggingareitur fyrir skyggni er komið fyrir vestan við Sundaskála, lóðin að Sundabakka 2-4 er breytt í tvær lóðir, breyting er gerð á lóðamörkun Korngarða 2 og Sundabakka 2-4, fylling framan við Sundabakka er felld úr gildi og einnig eru afmarkaðar tvær lóðir fyrir þjónustustarfsemi norðan við lóð Kleppsspítala. Auglýsing stóð yfir frá 30. maí til og með 13. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar