breyting á deiliskipulagi
Bauganes 19A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 666
26. janúar, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2018 var lögð fram umsókn Ólafs Óskars Axelssonar mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 19A við Bauganes. Í breytingunni felst lítilsháttar breyting á byggingarreit, hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0.50 í 0.52 og breytingu á leyfilegri hámarkshæð úr 7.2 í 7.5, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 14. desember 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Einarsnesi 54,56, 56a og 58a. Bauganesi 15,17,19, 21 og 21a.
Breyting á deiliskipulagi verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

102 Reykjavík
Landnúmer: 213935 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095535