breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Spítalastígur 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 345
8. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 14. janúar 2011 var lögð fram fyrirspurn Elínar G. Gunnlaugsdóttur f.h. Ólafs H. Símonarsonar dags. 6. janúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst að rífa núverandi skúrbyggingu milli Spítalastígs 8 og 10 og byggja þriggja hæða byggingu í hennar stað næst Spítalastíg og tvær hæðir næst Bergsstaðastræti 17b, samkvæmt uppdrætti Egg arkitekta dags. 3. janúar 2011. Erindinu var frestað þar sem lagfæra þarf uppdrætti áður en hægt er að taka afstöðu til erindisins. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti dags. 25. mars 2011.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102011 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020123