Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ásmundar Jóhannssonar, mótt. 27. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst að stækka 2. hæð hússins að gafli spítalastígs 10 og hækka framhús um eina hæð þannig að framhús verði 3. hæðir, hækka bakbyggingu að gafli Bergstaðastrætis 17B um eina hæð þannig að bakbygging verði 2. hæðir og nota hluta þaks bakbyggingar sem flóttaleið og til útivistar., samkvæmt uppdr. Arko., dags. 25. nóvember 2016. Einnig er lagður fram tölvupóstur Kára Halldórs Þórssonar f.h. íbúa Bergstaðastrætisreits, dags. 3. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 9. febrúar 2017. Tillagan var auglýst frá 2. janúar 2017 til og með 2. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kári Halldór Þórsson f.h. íbúahóps Bergstaðastrætisreits, dags. 16. febrúar 2017.