Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2022 þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra eftirfarandi atriði: Í skipulagslögum þarf að koma fram hver er heimiluð hámarkshæð ljósamastra sem staðsett verða í fjórum hornum íþróttavallar á miðju svæðinu. Senda þarf Skipulagsstofnun lagfærð og undirrituð gögn til vörslu.