Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25 ágúst 2022 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2022 þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra eftirfarandi atriði: Í skipulagslögum þarf að koma fram hver er heimiluð hámarkshæð ljósamastra sem staðsett verða í fjórum hornum íþróttavallar á miðju svæðinu. Senda þarf Skipulagsstofnun lagfærð og undirrituð gögn til vörslu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt breyttum lagfærðum uppdráttum ASK Arkitekta ehf. og Bj. Snæ slf. dags. 5. janúar 2022 síðast br. 25. ágúst 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2022.