Breytingar á erindi BN054900
Hólmgarður 34
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 749
1. nóvember, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 16. október 2019 ásamt greinargerð dags. 8. október 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 8-10 í 13 íbúðir og að a.m.k. 70% af jarðhæð verði fyrir hverfistengda starfsemi, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. 29. október 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hólmgarði 27, 29, 32 og 36 og Bústaðavegi 79 og 83.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.