Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn
PKdM Arkitekta ehf.
mótt. 10. nóvember 2017 ásamt greinargerð ódags. um breytingu á deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð sem felst í að halda í núverandi geymslubyggingar álóðinni og taka út grein 5.3.1 í greinargerð textann "byggingarleyfi skal háð því að skúrbyggingar á baklóð verði fjarlægðar", samkvæmt deiliskipulagsuppdr.
PKdM Arkitekta ehf.
dags. 10. nóvember 2017. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. og uppdr. sem sýna drög að grunnmyndum
PKdM Arkitekta ehf.
dags. 10. nóvember 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018.