Notkunarbreyting
Brúnavegur 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 851
7. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta núverandi bílgeymslu, mhl. 02, í breytingunum felst endurnýjun hluta þess, breyta þakformi, einangra útveggi og klæða, breyta gluggum, setja hurð á suðurhlið og vesturhlið í stað glugga, gluggum bætt við á gafla norður og suðurhliðar, komið fyrir baðherbergi og hluti bílgeymslunnar verði vinnustofa við hús á lóð nr. 4 við Brúnaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.
Stækkun er: xx,x ferm., xx,x rúmm. Erindi fylgir yfirlýsing hönnuðar vegna umboð eigenda dags. 15. september 2021, afrit tryggingarbréfs dags. 16. desember 2020, greiðslustaða dags. 15. október 2021 og afrit starfsábyrgðartryggingu dags. 13. október 2021. Gjald kr.12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. janúar 2022, samþykkt.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104726 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007958