Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að sameina matshluta á lóð og breyta notkun 1. hæðar úr iðnaði í íbúð í húsi á lóð nr. 14 við Lindargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2018.
Gjald kr. 11.000