Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 18. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 103-105 við Hraunbæ. Í breytingunni felst m.a. að skerpt er á vafaatriðum í skilmálum s.s. varðandi byggingarmagn og bílastæði, settur er inn byggingarreitur fyrir djúpgáma á lóðinni, samkvæmt uppdr. Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars til og með 30. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingi Walter Sigurvinsson f.h. 5 aðila, dags. 20. febrúar 2017, Indriði Freyr Indriðason, dags. 21. febrúar 2017, Karl Raymond Birgisson f.h. Dverghamra ehf., dags. 30. mars 2017 og Indriði Freyr Indriðason og Jón Jakob Jóhannesson, dags. 30. mars 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. apríl 2017 og er nú lagt fram að nýju.