Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103-105 við Hraunbæ. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að á nýrri lóð í beinu framhaldi af núverandi lóð við Hraunbæ 103-105 verði heimilt að reisa 5-9 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara, samkvæmt uppdrætti Guðmundar Gunnlaugssonar ark. dags. 30. apríl 2015. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015. Tillagan var auglýst frá 13. júlí til og með 24. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ingi Þorsteinsson, dags. 23. ágúst 2015 og Indriði Freyr Indriðason f.h. íbúa Hraunbæjar 73 - 99, dags. 25. ágúst 2015.