Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn
THG Arkitekta ehf.
, mótt. 29. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Breytingin felst í megin atriðum í því að borgarlandinu/lóðinni á milli lóðanna Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7 er skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækkaðar sem því nemur og að leyfilegt verður að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landsímahúsið/Thorvaldsensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd. Einnig er fallið frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal (Nasa) út í Vallarstræti, bætt við skilmálum um bílstæði, ásamt ýmsum smærri breytingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en núverandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, samkvæmt uppdr.
THG Arkitekta ehf.
, dags. 3. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 15. september 2017. Lagt fram bréf Ragnars Aðalsteinssonar, dags. 13. september 2017 með beiðni um aukinn frest.