(fsp) færsla á reiðleið
Norðlingaholt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 649
14. september, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í mars 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts til auglýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst breytt landnotkun úr athafnasvæði (AT3) í íbúðarbyggð (ÍB47), fjölgun íbúða og skilgreining nýs byggingarreits íbúðarhúsnæðis. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2017 og með 28. ágúst 2017. Athugasemd barst frá íbúum við Sandavað, dags. 23. ágúst 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.