Lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 31. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að nýju deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Suðurlandsvegar frá Geithálsi vestan Hólmsár í Mosfellsbæ að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Kynningartíma lýkur kl. 13:00 þann 14. október nk.