framkvæmdaleyfi
Hverfisgata og Ingólfsstræti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 580
8. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, mótt. 15. mars 2016, um framkvæmdaleyfi vegna endurgerðar Hverfisgötu milli Smiðjustígs og Klapparstígs að báðum gatnamótum meðtöldum sem felst í jarðvegskiptum, endurnýjun á lögnum og lagningu nýs yfirborðs, samkvæmt útboðsteikningu Arkís arkitekta ehf. , Mannvits ehf. og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2016.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2016 samþykkt.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.