Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Steinselju ehf. dag. 23. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðanna nr. 13-15 við Túngötu og 14-16 við Hávallagötu. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits lóðarinnar til norðurs til að staðsetja tímabundið kennslurými í færanlegar gámaeiningar, samkvæmt uppdr. Steinselju ehf. dags. 21. júní 2021. Erindið var grenndarkynnt frá 15. júlí 2021 til 16. ágúst 2021 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 25. júlí 2021 er erindið nú lagt fram að nýju.