Á fundi skipulagsstjóra 25. febrúar 2011 var lagt fram erindi Bjarkar Pálsdóttur dags. 22. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 58 við Hverafold. Í breytingunni felst að byggður verður garðskáli við vesturhlið hússins, gróðurhús í suðvestur horni lóðar og frístandandi gufubað norðanmegin, samkvæmt uppdrætti Skyggni frábært sf. dags. 8. febrúar 2011. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hverafold 40, 42, 56, 60, 78 og 80.