Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn
THG Arkitekta ehf.
dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á þremur lóðum, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr.
THG Arkitekta ehf.
dags. 25. júní 2020. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 196 frá 2019. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Anna Guðmundsdóttir dags. 20. ágúst 2020, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, Salvör Jónsdóttir og Jóhann Friðriksson dags. 28. ágúst 2020, Sólveig Jónsdóttir, Sigurður Á. Þráinsson, Halldór Árnason, Anna Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Árni Halldórsson, Marta María Halldórsdóttir og Ingibjörg Jóna Halldórsdóttir dags. 30. ágúst 2020, Eyvindur Árni Sigurðarson dags. 30. ágúst 2020, Snjólaug Árnadóttir dags. 31. ágúst 2020, Soffía Óladóttir dags. 31. ágúst 2020, Einar Ólafsson dags. 31. ágúst 2020 og Bjarki Már Baxter hjá Málþingi lögmannsstofu f.h. sjálf síns, Einars Ólafssonar, Gunnhildar Stefánsdóttur, Arnars Vilmundarsonar og Signýjar Sifjar Sigurðardóttur dags. 31. ágúst 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 og er nú lagt fram að nýju.