breyting á deiliskipulagi
Kirkjusandur - Reitur F
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 882
1. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf. f.h. eiganda dags. 13. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst breytt landnotkun og byggingarmagn og breyting á byggingareitum, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 13. júní 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Björns M. Björgvinssonar f.h. hússtjórnar Kirkjusandi 1,3 og 5 dags. 27. júlí 2022, 25. og 28. ágúst 2022 þar sem annars vegar er óskað eftir kynningarfundi og hins vegar er óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Veitna ohf. dags. 30. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 19. september 2022 sbr. tölvupóst hússtjórnar Kirkjusands 1,3 og 5, dags. 27. ágúst 2022 og Veitna ohf. dags. 30. ágúst 2022.

105 Reykjavík
Landnúmer: 104043 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016622