Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf. f.h. eiganda dags. 13. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst breytt landnotkun og byggingarmagn og breyting á byggingareitum, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 13. júní 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Björns M. Björgvinssonar f.h. hússtjórnar Kirkjusandi 1,3 og 5 dags. 27. júlí 2022, 25. og 28. ágúst 2022 þar sem annars vegar er óskað eftir kynningarfundi og hins vegar er óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Veitna ohf. dags. 30. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.