Fyrirspurn
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna reits F. Í breytingunni felst að sameina reiti F2 og F3 í einn reit (F2) þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði með allt að 115 íbúðum í stað blöndu af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta dags. 21. júní 2022. Einnig er lagður fram tölvupóstur Veitna ohf. dags. 30. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.