breyting á deiliskipulagi
Kirkjusandur - Reitur F
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 580
8. apríl, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur, skv. uppfærðum uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram uppfærð greinargerð og skilmálar Ask arkitekta ehf., Eflu verkfræðistofu og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 12. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hörður Harðarson, dags. 26. mars 2016 og 6. mars 2016 og undirskriftalisti 18 íbúa við Laugarnesveg og nágrenni, dags. 1. mars 2016, Sveinn Ólafur Arnórsson og Sandra Berg Cepero, dags. 10. mars 2016, Jón Trausti Jónsson, dags. 10. mars 2016, Veitur, dags. 11. mars 2016, Hafliði Bjarki Magnússon, dags. 11. mars 2016 og Steinunn Björg Helgadóttir og Þór Vigfússon, dags. 11. mars 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 22. febrúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 18. mars 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

105 Reykjavík
Landnúmer: 104043 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016622