breyting á deiliskipulagi
Ármúli 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 466
1. nóvember, 2013
Annað
‹ 359716
360273
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. október 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja spennistöð í norðvesturhorni lóðar í stað annarrar í kjallara hússins, til að fella niður nýsamþykktan stoðvegg að Háaleitisbraut og breyta fyrirkomulagi lóðar, en við það fækkar bílastæðum um þrjú, sjá erindi BN045986 og BN046276, verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Ármúla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2013. Einnig er lögð fram yfirlýsing Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. október 2013.
Bílastæði á lóð eftir breytingu samtals 89. Spennistöð: 20,9 ferm., 72,1 rúmm. Gjald kr. 9.000
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

108 Reykjavík
Landnúmer: 103510 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006711