Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 8. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 18 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að hafa fjölbreytta blandaða atvinnustarfsemi í mannvirkjum á lóðinni í formi skrifstofuhúsnæðis, verslunar og þjónustu, matvælaframleiðslu, veitingahúsa, gististaða í flokki I-III, heildsölu, lagerhúsnæðis, létts iðnaðar og verkstæða fyrir létta iðnaðarstarfsemi., samkvæmt uppdr. Teiknir ehf., dags. 26. júní 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Magnús Árnason f.h. Gullhellis ehf. eiganda hluta fasteignar að Bíldshöfða 18, dags. 16. ágúst 2017, Opus Lögmenn f.h. Guðrúnar Þ. Jóhannsdóttur eiganda hluta fasteignara að Bíldshöfða 18, dags. 23. ágúst 2017, samhljóðandi athugasemdir frá 16 eigendum hluta fasteignar að Bíldshöfða 18, dags. 22. ágúst 2017, Lögmál f.h. HBTF ehf. eigenda hluta fasteignar að Bíldshöfða 18, dags. 24. ágúst 2017, Lögmenn f.h. Ár ehf., eiganda hluta að Bíldshöfða 18, dags. 24. ágúst 2017 og Sigurgeir A. Jónsson, dags. 25. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda,
Riverside ehf.
dags. 30. ágúst 2017.