Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. október 2019 var lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfus dags. 2. október 2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breyting á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 dags. 4. júní 2019. Í breytingunni felst að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi. Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 31. október 2019.